Vor 2022
Skipulagslýsing
Skipulagslýsing kynnt og sjónarmið til hliðsjónar við mótun vinnslutillögu
Hverfið er mótað í samræmi við fyrirliggjandi stefnur og áætlanir m.a. um samþættingu skipulags byggðar og samgangna, þróun þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu á samgöngu- og þróunarás og þéttingu byggðar. Þá er uppbygging í Arnarlandi einnig í samræmi við stefnu Garðabæjar um hagkvæma uppbyggingu íbúahverfa þar sem hugað er að heilnæmu umhverfi, góðum samgöngum og fjölgun lóða undir íbúðabyggð. Í Arnarlandi er lögð áhersla á nærþjónustu og fjölbreytta starfsemi svo úr verði umhverfi sem styður við aukin lífsgæði jafnt fyrir íbúa hverfisins sem og nágranna.
Skipulagsferlið
Skipulagslýsing kynnt og sjónarmið til hliðsjónar við mótun vinnslutillögu
Vinnustofa með fulltrúum Garðabæjar, Kópavogs, Vegagerðarinnar og Borgarlínu
Tillaga auglýst, íbúafundur, kalllað eftir ábendingum og innleggi
Ábendingar úr samráði hafðar til hliðsjónar
Tillaga auglýst
Tillaga fullmótuð. Öllum ábendingum / athugasemdum svarað
Skipulagstillaga lögð fram til samþykktar