Í norðurhlíð Arnarnesháls er unnið að skipulagningu nýs hverfis sem fengið hefur heitið Arnarland. Í Arnarlandi er áætlað að byggist upp líflegt borgarumhverfi með nýjum íbúðum, þjónustu og atvinnustarfsemi. Í deiliskipulagstillögu hverfisins er gert ráð fyrir um 450 íbúðum, ýmissi nærþjónustu og heilsuklasa þar sem áhersla er á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni.
Deiliskipulag Arnarlands var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 6. mars 2025. Samþykkt bæjarstjórnar má nálgast á heimasíðu Garðabæjar. Gögn deiliskipulags má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.