Í Arnarlandi mun rísa heilsubyggð með áherslu á lífsgæði, náttúru og heilsueflandi þjónustu. Byggðin mun annars vegar byggjast á rúmgóðum hágæðaíbúðum sem bjóða upp á möguleika á hátæknivæðingu fyrir 50 ára og eldri og hins vegar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Staðsetningin er einstök í miðju höfuðborgarsvæðisins, á mörkum Garðabæjar og Kópavogs.

Arnarland

Vandaðar og rúmgóðar íbúðir sem aðlagast kröfum og þörfum íbúa í fallegu umhverfi á besta stað. Svæði með mikla útivistarmöguleika til að njóta lífsins og rækta líkama og sál, í nálægð við haf og náttúru.

Græn íbúabyggð

Fyrirhugað er að á atvinnuhluta svæðisins verði til klasi fyrirtækja sem sérhæfa sig í þjónustu, þróun og nýsköpun með heilsueflandi starfsemi á borð við heilsugæslu, sérfræðiþjónustu, heilsurækt o.fl. Fyrirtækin og íbúðabyggðin munu njóta góðs af nærveru hvors annars ásamt því að auka heilsutengt þjónustuframboð til nærliggjandi hverfa. Ósar, ásamt dótturfyrirtækjunum Icepharma og Parlogis, munu reisa höfuðstöðvar sínar á svæðinu og verða leiðandi í uppbyggingu á atvinnuhluta þess.

Miðstöð heilsutæknifyrirtækja

Arnarland ehf. – Borgartún 19,
105 Reykjavík – Sími: 856 6533