Blönduð starfsemi
Næst Hafnarfjarðarvegi er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, s.s. skrifstofuhúsnæði, þjónustu og verslun, í góðum tengslum við almenningssamgöngur. Vestan við samgönguás er gert ráð fyrir kennileitisbyggingu heilsuklasa, u.þ.b. 32.000m2. Byggingin samanstendur af þremur misháum kjörnum sem eru tengdir saman með einnar hæða lágbyggingu. Þetta er gert til þess að brjóta upp byggingarmassann og opna á sjónása. Stefnt er að því að í heilsuklasa verði í boðifjölbreytt þjónusta, sem m.a. nýtist nærumhverfinu, með áherslu á fyrirtæki í heilsugeira og með heilsutengda þjónustu. Austan við samgönguásinn er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu á jarðhæðum en íbúðum á efri hæðum.