Líffræðilegur fjölbreytileiki
Eftir því sem þétting byggðar eykst verður mikilvægara að huga að líffræðilegum fjölbreytileika því hann er nauðsynlegur fyrir vellíðan fólks og samfélaga. Á svæðinu verður stutt við líffræðilegan fjölbreytileika með grænum geira, gróðri í inngörðum, grænum þökum og blágrænum ofanvatnslausnum. Allt er þetta hluti af því að viðhalda, bæta við og styrkja vistkerfi plantna, dýra og manna sem og að bæta upplifun og vellíðan fólks.