Samfélag og lýðheilsa

Stefnt er að því að í Arnarlandi rísi blönduð byggð sem styður við samfélagsheild og bætta lýðheilsu íbúa og gesta.

Torgrými

Miðlægt torg við heilsuklasa tengir saman fjölbreytta starfsemi heilsuklasa, almenningssamgöngur og íbúðabyggð. Torgið er hugsað sem samkomustaður íbúa, gesta og starfsfólks. Umhverfis torgið er gert ráð fyrir lifandi starfsemi á jarðhæðum sem styður við notkun þess. Torgið snýr vel við sólu og ríkjandi vindáttum.

Virknistígur

Virknistígurinn er u.þ.b. 1 km hringleið sem tengir saman græna borðann og heilsuklasann. Virknistígurinn, eins og nafnið gefur til kynna, er hugsaður til þess að ýta undir, hvetja og styðja við virkan líffstíl. Stígurinn nýtist íbúum og gestum sem göngu-, hlaupa- og útsýnisleið þar sem hann hlykkjast um heilsuklasann og jafnvel uppá bílastæðahúsið þaðan sem fjölbreytt útsýni er.

Lifandi inngarðar

Uppbrotin byggð sem einkennist af samspili inni og útirýma styður við aukið líf og lifandi umhverfi. Skipulag hverfisins hvetur þannig til félagslegs samneytis og virks lífsstíls íbúa og gesta. Í inngörðum íbúðabyggðar er gert ráð fyrir dvalar- og samverusvæðum íbúa, þar má einnig gera ráð fyrir ræktun matjurta, og verður íbúum heimilt að setja upp minni gróður- og/eða samveruhýsi.