Nýtt hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hverfið er mótað í samræmi við skipulagsstefnu Garðabæjar um hagkvæma uppbyggingu íbúahverfa þar sem hugað er að heilnæmu umhverfi, góðum samgöngum, birtu og útsýni. Í deiliskipulagstillögunni er lögð áhersla á nærþjónustu og heilsueflandi starfsemi svo úr verði umhverfi sem stuðlar að miklum lífsgæðum og þjónar íbúum jafnt sem nágrönnum.

Skipulagsferlið

Vor 2022

Skipulagslýsing

Skipulagslýsing kynnt og sjónarmið til hliðsjónar við mótun vinnslutillögu

Vor 2022

Samráð við mótun tillögu

Vinnustofa með fulltrúum Garðabæjar, Kópavogs, Vegagerðarinnar og Borgarlínu

Sumar 2023

Forkynning - tillaga í vinnslu

Tillaga auglýst, íbúafundur, kalllað eftir ábendingum og innleggi

Haust 2023

Vinna við deiliskipulagstillögu

Ábendingar úr samráði hafðar til hliðsjónar

Vetur 2023/2024

Fullmótuð tillaga kynnt

Tillaga auglýst

Vetur 2024

Unnið úr ábendingum

Tillaga fullmótuð. Öllum ábendingum / athugasemdum svarað

Vor 2024

Samþykktarferli

Skipulagstillaga lögð fram til samþykktar

Staðhættir

Skipulagssvæðið er um 9 hektarar að stærð og er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til vesturs, Arnarnesvegi til suðurs, Fífuhvammsvegi til austurs og sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs til norðurs. Við svæðið liggja m.a. núverandi stofnleiðir hjólreiða og öflugt stíganet sem býður upp á góðar tengingar við nálæga þjónustu, útivistarsvæði, grænan borða og strandlengjuna. Margvísleg þjónusta og samfélagslegir innviðir eru í nærumhverfinu, stutt er t.a.m. í Fjölbrautaskólann í Garðabæ, söfn, sund, Smáralind, dagvöruverslun, bakarí, líkamsrækt og fleira.