Stígakerfi
Í Arnarlandi er gert ráð fyrir þéttu neti fjölbreyttra stíga sem tengja hverfið við nærliggjandi stígakerfi, þjónustu og náttúrusvæði. Hjólastígur liggur samsíða almenningssamgönguleið gegnum hverfið. Auk hefðbundinna gangstétta meðfram götum er gert ráð fyrir náttúrustíg í grænum borða og virknistígur hlykkjast um græna borðann og heilsuklasa. Lögð verður áhersla á gott aðgengi að öruggum hjólastæðum og geymslum á svæðinu.